top of page

Fréttir

 

Sérfræðingur óskast

24.05.2017

MýSköpun ehf. í Mývatnssveit óskar eftir að ráða sérfræðing á sviði líftækni.

Leitað er að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að taka þátt í spennandi verkefnum er tengjast rannsóknum og hagnýtingu þörunga.

Endurnýjun á samningu við Tækniþróunarsjóð

13.07.2016

Hefur MýSköpun endurnýjað samning sinn við Tækniþróunarsjóð og er það seinna árið af tveimur.  En markmið verkefnissins er að rækta og hagnýta þörunga einangraða úr Mývatni á hagkvæman hátt. Horft verður til fjölnýtingu jarðhita, annarsvegar varmagjöf og hinsvegar nýting á jarðgösum við ræktunina. Í verkefninu verður einblýnt á að framleiða olíur, andoxunarefni og kísilgúr, fyrir fiskeldi og í fæðubótarefni.

MýSköpun leitar að starfsmanni

1.6.2015

MýSköpun er að leita að kraftmiklum einstakling til að sjá um spennandi störf á vegum félagsins, sem felast í tengslamyndun, markaðssetningu, umsóknarskrif og fjármögnun fyrirtækisins. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með reynslu af ofantöldum atriðum og reynslu af rannsóknarvinnu.

 

Helstu verkefni:                           Hæfniskröfur:

Styrkumsóknir                                Menntun sem nýtist í starfi 

Tengslamyndun                             Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

Markaðssetning                             Frumkvæði og dugnaður

                                                          Hæfni í mannlegum samskiptum

                                                          Reynslu af rannsóknarumhverfi

 

Nánari upplýsingar veitir Arnheiður Rán Almarsdóttir í síma 8683855 eða á arnheidur@myskopun.is fyrir 20. Júní.

Skrifað undir samning við Tækniþróunarsjóð

2. feb. 2015

Á haustdögum sótti MýSköpun um frumkvöðlastyrk í Tækniþróunarsjóð. Sótt var um styrk í verkefnið "Fjölnýting jarðvarma við ræktun þörunga og hagnýting lífefna þeirra." Verkefnið er í samstarfið við Háskólan á Akureyri og Landsvirkjun. Í miðjum desmeber kom jákvætt svar frá tækniþróunarsjóði og gengið var til samninga í byrjun janúar. Það var síðan núna 2. febrúar að samningurinn er fullgerður og allir aðilar hafa skrifað undir. Er þetta stórt og jákvætt skref fram á við og bjartir tímar framundan. Sjá meira um verkefnið hérna fyrir neðan

Áhugaverðar fréttir frá Ástralíu

24. sept. 2014

Það finnst kúluskitur á fleiri stöðum en í Mývatni. Kúluskít skolaði upp á ströndina í Sidney. Eru þeir að kalla þetta græn" geimveru egg". En auðvita er þetta bara þörungar. Sjá frétt hérna fyrir neðan.

Sýnataka

28.maí 2014

Sýnataka í gær í Helgavogi, þar var mikið af bæði þörungum og flugum. Hægt er að sjá myndir úr sýnatöku inn á facebook síðu fyrirtækisins.

Please reload

bottom of page