top of page

Kísilþörungar (Bacillariophyta, Diatomes)

 

Kísilþörungar er stór hópur innan þörunga og eru meðal algengustu tegunda af plöntusvifum. Flestir kísilþörungar eru viðkvæmir einfrumu lífverur, koma þó stundum fram í þyrpingum sem eru þáð- eða borðlaga, í siksak eða stjörnulaga. Kísilþörungar hafa gul-brún grænukorn sem gerir þeim kleift að ljóstillífa. Litur þeirra getur verið mismunandi , gulgrænn, gulbrúnn eða brúnir Það sem er einstætt við kísilþörungar er að þeir eru pakkaðir inn í frumuvegg sem er úr kísli (e.Silica) (vatnað kísildíoxíð), líkt og þeir væru inn í glerhúsi. Kísilskelin hefur margvislega lögun sem þörungurinn er flokkaður eftir í ættkvíslir og tegundir. Skelin er sett saman út tveimur einslaga helmingum, bot- og lokskel og fellur annar helmingurinn yfir hinn líkt og lok í öskju, hún getur því opnast á svipaðan máta.

Tveir ættbálkar eru inn kísilþörunga sem flokkast út frá lögun skeljarinnar, langeskinga- aflöng skel og hringeskinga sem er með kringlótta skel. Á kísilskelinni eru oft þverrákir og hún er alsett götum. Þörungurinn getur synt eða skriðið ef frymið kemst í snertingu við umhverfið (undirlagið).

Fullvaxinn kísilþörungur, hefur ekki bifþræði eða svipur og er því þessi hreyfing ekki fullskýrð.Forðanæring þörungsins eru fjölsykrungar (chrysolaminarin) og olía (lipid).Fjölgun Kísilþörunga fer oftast fram kynlaust, þar sem skelin opnast og ný botnskel myndast á báðum helmingum.Kísilþörungar lifa jafnt í fersku vatni og sjó, og þola jafnan frost og þurk, þeir fjölga sér mest á vorin og stundum jafnvel undir ís. Skeljarnar stejast á botnin og mynda þar þykkt lag sem kallast kísilgúr.

Lýst hefur verið um 10 þúsund tegundum og helmingur þeirra gildur, sem skiptast upp í 200 ættkvíslir, og er meiru hluti þeirra í fersku vatni.Líklega hafa verið fáir ífveruflokkar á Íslandi verið kannaðir eins rækilega og kísilþörungar í fersku vatni. Hafa 770 tegundir af kísilþörungum fundist á Íslandi.

bottom of page