top of page

Um okkur

MýSköpun

Mýsköpun er nýsköpunarfyrirtæki stofnað til að efla atvinnulíf í Skútustaðahreppi og finna leiðir til að nýta þær auðlindir sem þar finnast. Stærstu eigendur og stofnendur fyrirtækisins eru Skútustaðahreppur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga ásamt ýmsum einstaklingum, opinberum stofnunum, einkafélögum, opinberum fyrirtækjum og einkafyrirtækjum. Hlutverk félagsins er að stuðla að nýsköpun og atvinnuþróun, einkum á sviði líftækni, þ.m.t. ræktun og rannsóknir á þörungum, bakteríum og öðrum smásæjum lífverum sem hugsanlegar uppsprettur verðmætra afurða sem hægt væri að nýta til framleiðslu á neytendavörum á staðnum.

bottom of page