Almennt um þörunga
Þörungar (Algae) eru samheiti yfir gróður (fylkingar planta) sem eiga það sameiginlegt að vaxa í vatni, raklendi og sjó. Þeir geta verið ein- eða fjölfrumungar, sambýlingar eða samfrymingar, þekktir plöntuhlutar svo sem eins og stöngull, blöð og rætur eru ekki til staðar í þörungum. Um 30 þúsund tegundir af þörunugum eru þekktar í dag, flestar tegundirnar eru smásæjar og geta fundist í mjög miklu magni í vatni og sjó. Því má telja að þörungar séu ein helsta undirstað jarðlífs, sökum gríðarlegst magns taka þeir stóran þátt í frumframleiðslu lífrænna efna á jörðinni, heldur meira en landplöntur, ásamt því að viðhalda súrefnismagni í vatni og andrúmslofti (Náttúrufræðistofnun Íslands, 2007). Flestir þörungar hafa blaðgrænu (chlorophyll) líkt og aðrar plöntur og þar með er hægt að greinar þá frá sveppum, gerlum og dýrum sem venjulega hafa ekki blaðgrænu. Yfirleitt eru þörungar frumbjarga sem þýðir að þeir geta fengið næringu sína úr ólífrænum efnasamböndum sem þeir taka úr sínu nánasta umhverfi. Hjá þörungum finnst blaðgræna í grænukornum (e.chloroplasts), þó ekki hjá bláþörungum en þá er blaðgrænan dreyfð um allt frymið. Litarefni hylja oft blaðgrænuna sem verður til þess að þörungarnir verð mismunandi á litin, svo sem eins og gulir, brúnir og rauðir. Er liturinn notaður til að flokka þörungana eftir. Helstu fylkingar þörunga eru grænþörungar, rauðþörungar og brúnþörungar (Náttúrufræðistofnun Íslands, 2007).