top of page

Grænþörungar

 

Fylking grænþörunga er mjög fjölbreytt og stór, allt frá einfrumungum, sambýlingum upp í þörunga sem er á stærð við blómaplöntur, lögun þeir getur verið þráð, blað, rör eða trjálaga. Sérkenni grænþörunga er fagurgrænn litur þeirra, því blaðgræna þeirra er sama eðlis og hjá æðaplöntum og mosa. Þeir lifa helst í fersku vatni, fjörum og grunnum sjó. Sækja á staði þar sem mikil næring er til staðar og vaxa þar í gríðarlegu magni, sem getur oft verið til trafala.

Frumuveggur grænþörunga skiptist í tvö lög, innra lagið er úr sellulósa og það ytra úr pektíni, forðaefni hans er vanalega mjölvi.

Þekktar eru um 10000 tegundir þörunga sem skiptast í 450 ættkvíslir og skiptast þeir í þrjá megin flokka, grænþörunga, kransþörunga og okþörunga. Hér á landi hafa grænþörungar verið rannsakaðir síðan 1890 og hafa verið alls skráðar 385 tegundir af ferksvatns- og landgrænþörungum og eru um 66 sem lifa í og við sjó og því alls um 450 tegundir grænþörunga þekktar á Íslandi.

 

 

Kúluskítur (Aegagrophila linnaei)

Kúluskítur öðru nafni vatnaskúfur er eitt af þremur vaxtarformum grænþörungsins Aegagropila linnaei og vex hann í fersku vatni. Þörungurinn vex við sérstök skilyrði upp í þéttar kúlur sem geta náð allt að 15 cm í þvermál. Að kúlurnar geti ná þessari stærð þekkist einungis í tveimur vötnum í heiminum, það er í Mývatni og Akanvatni í Japan. Í Japan er þörungurinn víðkunnur og skilgreindur sem „sérstök náttúrugersemi“ og hefur verið friðaður þar síðan á sjötta áratugnu. Að Akanvatni í Japan koma þúsundir gesta á ári hverju til að kynnast þörungnum og lifnaðarháttum hans. 

Á botni Mývatns vex kúluskíturinn á þremur svæðum, en hefur á síðustu árum farið minnkandi. Ljóst er að í vatninu þarf að ríkja mjög sérstök vaxtarskilyrði svo þörungurinn geti þrifist. Þó er það ekki að fullu ljóst hver þau skilyrði eru, talið er að það sé samspil ýmissa þátta svo sem eins og ölduhreyfingar, straumar og birtuskilyrði.

bottom of page