Blágrænir þörungar ( Cyanobaktería)
Blágænir þörungar skera sig frá öðrum þörungafylkingum af ýmsu leyti, þeir eru ekki lengur taldir til þörungaríkisins heldur eru þeir flokkaðir með bakeríum. Þó eiga þeir frekar samleið með þörungum og er vegna þess hafðir með í þörungabókum.
Hesltu einkenni: Blágærnir þörungar hafa ekki kjarna eða kjarnaefni né blaðgrænu sem er afmörkuð innan frumunnar eins og almennt er hjá þörungum. Heldur er þetta tvennt dreift um frymi þörungsins og líkt og gerist há bakteríum.
Þörungarnir geta verið mismunandi á litin en þó oftast blá- eða grágrænir en þó finnast þeir í einnig í brúnu, rauðu og fjólubláu. Liturinn á þörungnum fer eftir hlutfalli ákveðinna efna inna þörungsins. Svo sem blaðgrænu, litarefna sem kallast þörungablámi (e. Phycocyanin)og þörungarauði (e. Phycoerythrin) og veggefna sem geta verið gul eða brún.
Þegar frumur skipta sér er það gert með einfaldri klofnun móðurfrumunnar. Kynæxlun er óþekkt, en talið er að einhver víxlun eigi sér stað á erfðaefnum í frumunni.
Blágrænir þörungar eru upplagðir sem orkugjafar fyrir frumur líkamans. Það er vegna þess að þeir innihalda mikilvægar amínósýrur (allar átta), klórofýl, beta karotín og vítamín B-12. Þrátt fyrir að vera eitthvar samþjappaðast næringarefni sem hægt er að fá, þá eru þeir mjög auðmeltanlegir. Efnin sem þörungarnir innihalda samsvara að miklu leiti næringarefnaþörf líkamans.
Flestir bláþörungar finnast í raklendi eða fersku vatni, og einungis fáeinar sem lifa í hálfsöltu vatni og sjó. Þegar vatnið er mjög næringaríkt mynda bláþörungarnir vatnamor (blóma) sem er alþekkt í Mývatni, en það getur valdið fiskdauða. Bláþörungategundir sem þekkjast á Íslandi eru nú um 180, en í heiminum um 1500 tegundir sem skiptast í 150 ættkvíslir.