top of page

Gullþörungar (Chrysophyta, Chrysophyceae)

 

Gullþörungar eru einfrumu-svipungar og hafa þeir yfirleitt tvær svipur sem eru mislangar og af mismunandi gerð, sú stutta er slétt en lengri hærð. Litur þeirra er venjulega gullgulur eða gulbrúnn og sumir eru litlausir, þeir hafa oft augndíl.

Þörungurinn myndar oft smásæ sambú, sem getur verið ýmiskonar í lögun, í kúlulaga sambúum vísa svipur út og get þau því snúist og og hreyft sig úr stað. Flesir þörungarnir eru með hýði sem er skarað af kísilflögum og broddhárum úr sama efni og kallast þá skarþörungar. Nær allir gullþörungar mynda dvalagró, kúlu eða krukkulaga, utan um þau er kísilskel sem á er gat sem er lokað með pektín tappa. Gróin geta geymst í langan tíma í jarðlögum.

Í heiminu eru um 1000 tegundir þekktar sem skiptast í tvo bekki Chrysophyceae og Synurophyceae.

Á Íslandi eru skráðar 45 tegundir sem bendir til að mikið af gullþörungum eru enn óskráðar hér á landi.

Chrysophyta er notað stundum sem samheiti yfir gullþörungar, gulgrænaþörunga, kísilþörunga og fleiri þörunga sem hafa svipuð einkenni, til dæmis eins og kísilskeljar og gult litarefni, fylkingin er nefn gulþörungar á íslensku.

bottom of page