Styrkt verkefni MýSköpunar
Fjölnýting jarðvarma við ræktun þörunga og hagnýting lífefna þeirra -
Að rækta og hagnýta þörunga einangraða úr Mývatni á hagkvæman hátt. Horft verður til fjölnýtingu jarðhita, annarsvegar varmagjöf og hinsvegar nýting á jarðgösum við ræktunina. Í verkefninu verður einblýnt á að framleiða olíur, andoxunarefni og kísilgúr, fyrir fiskeldi og í fæðubótarefni.
MýSköpun-Markaðssetningar- og kynningarátak erlendis.
Verkefnið snýr að því að byggja upp öflugt tengslanet við stofnanir og fyrirtæki erlendis með það að markmiði að opna þörungaverksmiðju í Skútustaðahreppi (við Kröfluvirkjun eða í Bjarnarflagi).
Fjölnýting jarðvarma við ræktun þörunga og hagnýting lífefna þeirra.- AVS
Að rækta og hagnýta þörunga einangraða úr Mývatni á hagkvæman hátt. Horft verður til fjölnýtingu jarðhita, annarsvegar varmagjöf og hinsvegar nýting á jarðgösum við ræktunina. Í verkefninu verður einblýnt á að framleiða olíur, andoxunarefni og kísilgúr, fyrir fiskeldi og í fæðubótarefni.
MýSköpun - Þörungar -Átak til Atvinnusköpunar
Verkefnið snýr að greiningu möguleika svo og ítarleg hagkvæmis- og viðskiptaáætlun um ræktun þörunga hjá MýSköpun ehf.
Hlutverk starfsmanns er að leita samstarfs við mikilvæga samstarfsaðila, þörungaframleiðendur jafnt sem innlenda og erlenda vísindamenn svo og markhópa fyrir áætlaðar framleiðsluafurðir. Samhliðaverði unnið að undirbúningi framtíðar framleiðslu og sköpunar sérstöðu með skimun eftir þörungum í Mývatni sem rækta má og vinna úr verðmæt efni. Starfsmaður vinnur einnig að frekari fjármögnun og stundar öfluga kynningu á fyrirhugaðri framleiðslu fyrirvætnalegum fjárfestum/samstarfsaðilum. Starfsmaðurinn kynni verkefnið og vænt áhrif þess fyrir nærumhverfinu og almenningi.
Mikil áherlsa verður lögð á að starfsemin styðji við aðrastarfsemi sem fyrir er á svæðinu, sérstaklega ferðamannaþjónustu. Í verkefninu verður unnin undirbúningsvinna fyrir framleiðslunýrra afurða inn á neytendamarkaði. Nýnæmi verkefnisins í heild sinni felst í nýtingu afgangsvarma til umhverfisvænnarnýsköpunar og atvinnuuppbyggingar á grundvelli ræktunar þörunga með það að markmiði að framleiða markaðsvörur og/eðahráefni til iðnaðarvinnslu. Almenn áhersla er í dag á bætta nýtingu auðlinda. Afgangsvarmi frá virkjunum er mikilvæg auðlind hér álandi og því mikilvægt að Ísland skipi sér hér í fremstu röð með öflugri nýsköpun og þróun hugmynda byggt á víðtækri þekkingu ogreynslu af framleiðslu hágæða hráefna. Horft er til framleiðslu verðmætra innihaldsefna í matvæli, snyrtivörur og annan iðnað.Einnig er horft til ýmiskonar lífvirkni sem vinna má úr frumbjarga jafnt sem ófrumbjarga lífverum sem rækta má í stórum stíl íafgangsvarma frá virkjunum. Mývatn er þekkt náttúruparadís og myndar það mikilvægan grunn að verkefninu auk þess sem væntamá að það styrki verulega markaðssetningu þeirra afurða sem fyrirhugað er að framleiða .
Fjölnýting jarðvarma við ræktun þörunga og hagnýting lífefna þeirra.
Markmið verkefnisins er að þróa framleiðsluferla til að rækta og hagnýta þörunga og aðrar örverur (bakteríur) einangraðar úr Mývatni á hagkvæman hátt. Þar sem horft verður til fjölnýtingu jarðhita, annarsvegar horft til varmagjafar og hinsvegar nýtingar á jarðgösum við ræktunina. Með framleiðslu á náttúrulegum vörum og hagkvæmni í huga og um leið nýta auðlindirnar sem svæðið hefur upp á bjóða án þess þó að ganga á þér. Í verkefninu verður einblýnt á kísilþörunga, gullþörunga og Cyanobacteríur sem framleiða m.a. olíur, pektín og kísil. Aðstæður við Mývatn gefa vonir um að þar megi rækta þörunga við mun hagkvæmari skilyrði en annarstaðar. Þar er stutt í raf- og varmaorku sem ekki er nýtt að fullu í dag.Vatnið sem rennur í Mývatn hefur þá eiginleika að styðja þörungablóma og nýta má varmaorkuna til að forþurrka lífmassan og spara þannig talsverðan kostnað við flutning þess hráefnis sem ekki verður fullunnið á staðnum. Lykilorð: Þörungar, hagnýting, fjölnýting, Cyanobaktería, Mývatn.
Fjölnýting jarðvarma við ræktun þörunga og hagnýting lífefna þeirra
Ræktun og hagnýting þörunga hefur í auknu mæli vakið áhuga sérfræðinga vegna fjölbreyttra lífefna sem þeir framleiða og hagnýtingu þeirra í ýmsar söluvörur. Þegar talað er um lífefni er átt við efni á borð við fitusýrur, prótein, steinefni, litarefni, peptíð, fjölsykrur, karótenefni og fjölfenól. Þrátt fyrir mikla möguleika sem þörungaræktun bíður upp á hafa tiltölulega fáar tegundir verið ræktaðar í stórum stíl og ræðst það fyrst og fremst af kostnaði við ræktunina. Aðstæður við Mývatn gefa vonir um að þar megi rækta þörunga við mun hagkvæmari skilyrði en annarstaðar. Þar er stutt í raf- og varmaorku sem ekki er nýtt að fullu í dag.
MýSköpun-Markaðssetningar- og kynningarátak erlendis.
Verkefnið snýr að því að byggja upp öflugt tengslanet við stofnanir og fyrirtæki erlendis með það að markmiði að opna þörungaverksmiðju í Skútustaðahreppi (við Kröfluvirkjun eða í Bjarnarflagi).
Greining lífefna úr þörungum - VAXNA
Markmið verkefnisins er nota þörunga sem nú þegar er búið að einangra og greina og skilgreina þá betur. Þörf er á að gera ýtarlegar rannsóknir á þörungunum, til að mynda þarf að gera fitusýrugreiningu, DNA greiningu og ítarlega efnafræðilegarannsókn á samsetningu lífvirkra efna sem þröungarnir eru að framleiða. Einnig felur verkefnið í sér að taka enn fleiri sýni (maí 2014) og rækta, greina og skilgreina þörungana sem þar safnast.Sameiginleg markmið allra aðila er því víkka þekkingu á örveruflóru Mývatns og koma upp greinagóðri aðferðarfræði um ræktun og greiningu ferskvatns þörunga. Með það að markmiði að skapa verðmæti úr náttúrulegum lífefnum.Helstu afurðir verkefnisins munu vera lífefni og aukaafurðir(lífmassi) sem fást við framleiðslu þeirra.
Uppbygging innviða og vísir af stofnasafni - VAXNA
Markmið verkefnisins er einangra, greina og skilgreina vaxtarskilyrði þörunga og annarra örvera sem hafa eiginleika sem eru áhugaverðir til framhaldsræktunar í stærri stíl. Þetta verður gert með því að byggja upp innviði fyrirtækisins (Mýsköpun ehf) þ.m.t tækjakost, rekstrarvörur, stofnasafn, fræðilegan grundvöll og tengsl. Markmið er að auka þekkingu á örverulífríki Mývatns og byggja upp færni sem nýtist til að einangra, greina og rækta þær örverur og skapa þannig grunn fyrir framleiðslu og sölu verðmætra lífefna með nýtingu staðbundinnar jarðorku.Helstu afurðir verkefnisins eru nokkrir vel skilgreindir stofnar þörunga (þ.m.t. blágrænar bakteríur) sem hafa vel skilgreinda eiginleika sem gera þá áhugaverða til framhaldsræktunar. Þá verður kominn vísir að stofnasafni MýSköpunar ehf . Þeir eiginlekar sem fyrst og fremst verður skimað eftir eru fitusýrur og litarefni sem nýta má í fæðubótarefni, matvæli og / eða fóður en þó er önnur nýting ekki útilokuð svo sem til framleiðslu á lífdísil, próteinum og steinefnum (kísil).